top of page

SKÓLAAKSTUR

Í rútum Bus4u Iceland ehf. sem flytja nemendur á milli skóla og annarra áfangastaða gilda almennar umgengnisreglur.

 

Við leggjum áherslu á að nemendur, starfsmenn og allir þeir sem koma að skólaakstri sýni gagnkvæma tillitssemi, virðingu og kurteisi.

umgengisreglur

1. Nemendur eiga að mynda einfalda röð við biðstöð skólabílsins


2. Nemendur ganga í einfaldri röð inn og út úr skólabíll


3. Nemendur og starfsmenn sitja í sínum sætum og hafa öryggisbeltin spennt
4. Nemendur eiga að ganga snyrtilega um skólabílinn


5. Neysla á hverskyns matvælum eða drykkjum er ekki leyfð


6. Allar stympingar eru óheimilaðar


7. Að hanga í hattarakka og skríða undir sæti er óheimilt


8. Nemendur skulu hlýða bifreiðastjóra og gæslumanni


9. Ef nemendur fara ekki eftir settum reglum eiga þeir á hættu að fá ekki að ferðast með bílnum.

öryggisatriði

  • Bifreiðastjóri skal sjá til þess að nemendur séu í öryggisbeltum og skal ekki leggja af stað fyrr en að öll öryggisatriði hafa verið uppfyllt.

  • Bifreiðastjóri í samvinnu við vaktstjóra leggur mat á hvort að aðstæður séu með þeim hætti, t.d vegna veðráttu eða ófærðar, að breyta þurfi út frá fyrirliggjandi áætlun um daglegan akstur.

  • Tilkynna ber skólastjóra um slíkar breytingar án tafar. Skólastjóri getur eftir atvikum óskað eftir að akstri sé flýtt eða seinkað vegna veðuraðstæðna.

  • Bifreiðastjóri skal haga akstri þannig að nemendur komi á tilsettum tíma á áfangastað, ekki of seint og heldur ekki of snemma til að forðast aukinn biðtíma.

  • Bifreiðastjóra ber að sýna sérstaka aðgát áður en nemendum er hleypt inn í eða út úr skólabifreið.

bottom of page